top of page
Helga Lind 10.H.S.
Viðtal
Þorgerður Katrín
Ég tók viðtal við Þorgerði 28. Maí 2021. Hún sagði mér frá sinni upplifun þegar hún ásamt fjölskyldu voru í sóttkvíi í 26 daga mars 2020.
My Project: Intro
Hvenær og hversu lengi varstu í sóttkví?
Ég var í sóttkví frá 23.mars að 18. Apríl samtals 26 daga. Ég byrjaði fyrstu 2 vikurnar með mömmu minni og yngri bróður í sóttkví og var það bara ágætt svo greindust þau tvö með Covid-19 veiruna sem gerði það að verkum að ég endaði ein í sóttkví með neðri hæð hússins okkar fyrir mig og foreldrar mínir ásamt yngri bróður voru í einangrun á efri hæðinni og enginn samskipti á milli okkar til að koma í veg að ég smitist.
Hvernig leið þér í sóttkví?
Satt að segja hafði ég það ágætt í fyrra skipti eða þegar ég var í sóttkví ásamt mömmu og yngri bróður mínum því þá gat ég átt samskipti svo sem að borða með þeim og spilað við þau og álíka en um leið og ég fór í að vera ein í sóttkví þá leiddist mér ekkert eðlilega mikið því það var ekki mikið að gera nema að borða og horfa á netflix sem gerði það að verkum að ég kláraði um 4 seríur af friends þáttunum. Sóttkví hafði ekki góð áhrif á mig andlega sem líkamlega þar sem að ég varð fremur leið og fannst satt að segja bara ekkert gaman að vera ein og gera ekki neitt.
Hvernig var rútínan þín í sóttkví?
Ég var nú fremur mikið fyrir að sofa á daginn og vaka á næturnar svo fór ég einstöku sinnum út að labba á morgnanna til að halda smá geðheilsu.
Voru fleiri í fjölskyldunni með þér í sóttkví?
Já, það var ekki nóg með það að ég mamma og yngri bróðir minn enduðum í sóttkví heima þá voru pabbi, afi og amma í sóttkví hinumegin við götuna og svo aðeins ofar í götunni voru systir mín og maki hennar ásamt börnum þeirra einnig í sóttkví því þau voru búin að vera mikið í kringum okkur. Svo voru frænka mín, hennar maður og börnin þeirra í sóttkví þar sem við vorum öll búinn að vera í kringum ömmu okkar og afa eins og við í fjölskyldunni.
Var einhver með covid-19?
Já, foreldrar mínir fengu covid, einnig fékk yngri bróðir minn og svo voru amma mín og afi greind alveg eins var það með frænku mína og eiginmann hennar.
My Project: Body
bottom of page